Um félagið

Félag um átjándu aldar fræði er fræðafélag sem hefur að markmiði að efla rannsóknir á sviði átjándu aldar fræða og skyldra efna, bæði hér á landi og erlendis. Félagið stendur fyrir þremur málþingum á ári og efnir til sumarferðar.

Stjórn félagsins skipa nú:

 • Formaður : Gunnar Þór Bjarnason
 • Varaformaður: Halldór Baldursson
 • Ritari: Kristín Bragadóttir
 • Gjaldkeri: Helga Kristín Gunnarsdóttir
 • Meðstjórnendur:
  • Einar H. Guðmundsson
  • Gunnar Skarphéðinsson
  • Ingi Sigurðsson
  • Ragnhildur Bragadóttir
  • Sigrún Guðjónsdóttir

Félagið gefur út vefritið Vefni. Ritstjóri er Gunnar Þór Bjarnason (gthb[að]ismennt.is).

Félagið er aðili að Heimssamtökum félaga um átjándu aldar fræði (International Society for Eigteenth-Century Studies/Société d'étude du XVIIIe siècle), en upplýsingar um þau má nálgast á slóðinni www.c18.org.

Félagið á aðild að ársritinu Sjuttonhundratal: Nordic Yearbook for Eighteenth-Century Studies. Koma fulltrúar frá fimm Norðurlöndum að ritstjórn þess. Af Íslands hálfu sitja Anna Agnarsdóttir í ráðgefandi ritnefnd, Hrefna Róbertsdóttir í ritstjórn greina og Margrét Eggertsdóttir í ritstjórn ritdóma og umfjöllun um bækur.